Latibær að vaxa upp úr Íslandi

Opnugrein er um Magnús í blaðinu Monocle.
Opnugrein er um Magnús í blaðinu Monocle.

Athafnamaðurinn Magnús Scheving segir í tímaritsviðtali, að umsvif í tengslum við framleiðslu á sjónvarpsþáttunum um Latabæ séu orðin svo mikil að fyrirsjáanlegt sé að framleiðslan verði flutt frá Íslandi.

Opnuviðtal er við Magnús í breska viðskiptatímaritinu Monocle undir fyrirsögninni: Stærri en Björk. Þar er ferill Magnúsar rakinn og segir að hann hafi sigrað heiminn með þáttunum um Latabæ en þeir eru nú sýndir í 128 löndum um allan heim.

Fram kemur að Latibær sé með skrifstofur í Lundúnum og New York og fyrirséð sé að fyrirtækið muni flytja frá Íslandi.  Haft er eftir Magnúsi að hugsanlega sé fyrirtækið að vaxa upp úr Íslandi. Engin aðstaða hafi verið fyrir hendi í landinu fyrir svona þætti þegar framleiðslan hófst. Þá sé hæfileikafólk á Íslandi en vegna fámennisins sé sú uppspretta ekki óþrjótandi.

Sjálfur segist Magnús sjá fyrir sér að hann muni ef til vill leika Íþróttaálfinn Spartakus í þáttunum í þrjú ár til viðbótar.

Athugasemd frá Latabæ.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar