Susan Boyle slær í gegn

Susan Boyle nýtur enn mikilla vinsælda.
Susan Boyle nýtur enn mikilla vinsælda. Reuters

Skoska söngkonan Susan Boyle, sem varð heimsfræg á einni nóttu fyrir þátttöku sína í skemmtiþættinum Hæfileikaríkir Bretar (e. Britains Got Talent), á söluhæstu plötuna á Amazon-vefnum. Platan verður hins vegar ekki gefin út fyrr en í nóvember.

Platan, sem heitir I Dreamed a Dream, fór beint í efsta sætið yfir vinsælustu plöturnar. Hún skaut meðal annars Whitney Houston og Bítlunum ref fyrir rass, en Houston var að gefa út nýja plötu og Abbey Road plata Bítlanna hefur verið endurútgefin.

Hægt er að panta plötu Boyles á Amazon, en hún verður gefin út 24. nóvember nk.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir