Uppskrift að stórslysi

Liz Hayes kynnir Ísland til sögunnar í ástralska 60 minutes-þættinum.
Liz Hayes kynnir Ísland til sögunnar í ástralska 60 minutes-þættinum.

„Hér er uppskrift að stórslysi.

Takið eitt stykki litla og frekar skrítna eyju í N-Altantshafi. Bætið við slatta af fiskimönnum sem halda að þeir séu alþjóðlegir bankamenn. Blandið með skvettu af víkingablóði. Og voila! Þið eruð komin með hreinar hamfarir sem kallast Ísland.“

Þannig hefst kynning á myndskeiði úr ástralskri útgáfu af fréttaþættinum 60 minutes frá í gær þar sem ástandinu hér á landi eru gerð skil. Í kynningunni segir einnig:

„Ef þið haldið að við eigum í vanda, bíðið þar til þið sjáið þennan stað. Þegar efnahagslífið í heiminum fór að gefa eftir, hrundi Ísland í mola. Það varð fyrst landa til að fara algjörlega á hausinn.

En áður en þið sökkvið ykkur í örvæntingu, skulum við segja ykkur að hafi Íslendingar verið nógu brjálaðir til að koma sér í þessar ógöngur, þá eru þeir nógu brjálaðir til að koma sér úr þeim aftur.“

Sjá brotið úr The 60 minutes

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar