Uppskrift að stórslysi

Liz Hayes kynnir Ísland til sögunnar í ástralska 60 minutes-þættinum.
Liz Hayes kynnir Ísland til sögunnar í ástralska 60 minutes-þættinum.

„Hér er upp­skrift að stór­slysi.

Takið eitt stykki litla og frek­ar skrítna eyju í N-Alt­ants­hafi. Bætið við slatta af fiski­mönn­um sem halda að þeir séu alþjóðleg­ir banka­menn. Blandið með skvettu af vík­inga­blóði. Og voila! Þið eruð kom­in með hrein­ar ham­far­ir sem kall­ast Ísland.“

Þannig hefst kynn­ing á mynd­skeiði úr ástr­alskri út­gáfu af fréttaþætt­in­um 60 minu­tes frá í gær þar sem ástand­inu hér á landi eru gerð skil. Í kynn­ing­unni seg­ir einnig:

„Ef þið haldið að við eig­um í vanda, bíðið þar til þið sjáið þenn­an stað. Þegar efna­hags­lífið í heim­in­um fór að gefa eft­ir, hrundi Ísland í mola. Það varð fyrst landa til að fara al­gjör­lega á haus­inn.

En áður en þið sökkvið ykk­ur í ör­vænt­ingu, skul­um við segja ykk­ur að hafi Íslend­ing­ar verið nógu brjálaðir til að koma sér í þess­ar ógöng­ur, þá eru þeir nógu brjálaðir til að koma sér úr þeim aft­ur.“

Sjá brotið úr The 60 minu­tes

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Í stað þess að hika, skaltu taka ákvarðanir og standa við þær. Vinir þínir sýna þér hlýju og þú sérð að hamingjan felst í því að kunna að meta það sem við eigum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Í stað þess að hika, skaltu taka ákvarðanir og standa við þær. Vinir þínir sýna þér hlýju og þú sérð að hamingjan felst í því að kunna að meta það sem við eigum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir