Myndir Hitlers fóru á 42 þúsund evrur

Þrjár merktar vatnslitamyndir eftir Adolf Hitler voru seldar á uppboði í Nürnberg í Þýskalandi í dag, þar sem samnefnd stríðsréttarhöld fóru fram eftir seinni heimstyrjöldina en þar þurftu þeir, sem lögðu á ráðin um helförina, að svara til saka. Voru myndirnar seldar á 42 þúsund evrur, 7,6 milljónir króna.

Þegar Hitler var ungur lá metnaður hans í myndlistinni og sótti hann um skólavist í listaakademíunni í Vín en var synjað. Var honum bent á að læra arkitektúr þess í stað. Ekki fór Hitler að þeim ráðum og vann meðal annars fyrir sér um tíma með því að mála myndir eftir póstkortum og selja ferðamönnum.

Að sögn uppboðshaldarans, Herbert Weidler, voru kaupendurnir þrír og fór ein myndin á 24 þúsund evrur en það boð kom frá Austurríki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar