Jæja, þá er það komið á hreint: Búkurinn á Daniel Craig er sá fegursti sem sést hefur á hvíta tjaldinu. Þetta er niðurstaða könnunar kvikmyndavefsíðunnar Love-film.com.
Lesendur síðunnar greiddu atkvæði um þetta og upp úr stóð vöðvastæltur Craig í Bond-myndinni Casino Royale. Á eftir Craig koma svo Gerard Butler (300), Brad Pitt (Troy), Sacha Baron Cohen (Borat), Sean Connery (Thunderball), Leonardo DiCaprio (The Beach), Hank Azaria (Along Came Polly), Elvis Presley (Blue Hawaii), Russell Brand (Forgetting SarahMarshall) og Jan-Michael Vincent í Big Wednesday.