Kvikmyndafyrirtækin Sony Pictures, Warner Bros og Lionsgate eru sögð hugleiða hvort leigja eigi út og selja kvikmyndir þeirra á vefsíðunni YouTube um leið og sala á þeim hefst á mynddiskum.
YouTube er vinsælasta vefsíða heims þegar kemur að því að horfa á myndbönd en síðan er í eigu Google-fyrirtækisins sem er sagt eiga í viðræðum við nokkur af stærstu kvikmyndaframleiðslufyrirtækjunum í Hollywood.