Verkleg kennsla um borð í Húna

Glaðir nemendur úr Brekkuskóla um borð í Húna II.
Glaðir nemendur úr Brekkuskóla um borð í Húna II. mbl.is/Finnbogi

Nú standa yfir árlegar ferðir með Húna II fyrir nemendur við sjötta bekk í grunnskólum Akureyrar. Myndin var tekin þegar nemendur frá Brekkuskóla fóru í þessa fróðlegu ferð ásamt kennara sínum.

Ferðirnar eru samstarfsverkefni Hollvina Húna, grunnskóladeildar Akureyrarbæjar og Háskólans á Akureyri.  Um borð eru börnin frædd um öryggisatriði á sjó, um sögu Akureyrar og sögu bátsins. Þá fá þau fræðslu um lífríki sjávar frá fiskifræðingi, farið er upp í brú til Gylfa Baldvinssonar skipstjórans sem segir þeim eitt og annað um stjórntæki og vélarrúmið er skoðað í fylgd vélstjóra. Þá eru skoðuð gömul veiðarfæri og búnaður. 

Börnin fá alltaf að renna fyrir fisk og skoða lífríkið við botninn með neðansjávarmyndavél. Gert er að fiskinum og innhald skoðað og að lokum er fiskurinn grillaður og borðaður. 

Saga Capital fjárfestingabanki hefur styrkt verkefnið en öll vinna Hollvina Húna er sjálboðavinna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar