Madeleine Sjöstedt, borgarfulltrúi í Stokkhólmi, hyggst banna sundlaugargestum í borginni að vera í nærbuxum undir sundfatnaðinum. Borgarfulltrúinn segir á bloggsíðu sinni að menn geti þvegið nærbuxurnar sínar heima.
Haft er eftir Madeleine á fréttavef Dagens Nyheter að ekki standi til að fylgjast með því hvort sundlaugargestir fari í sturtu áður en þeir fara út í laugina.