Heimskulegustu ummæli Paris

Paris Hilton.
Paris Hilton. Reuters

Banda­ríski hót­elerf­ing­inn Par­is Hilt­on hef­ur öðlast þann heiður að vera getið í nýrri út­gáfu  The Oxford Dicti­on­ary of Quotati­ons þar sem haldið er til haga til­vitn­un­um sem vekja at­hygli. Um­mæl­in, sem í bók­inni eru höfð eft­ir Par­is eru eft­ir­far­andi: „Klæddu þig fal­lega hvar sem þú ferð; lífið er of stutt til að hverfa í fjöld­ann."

Breska blaðið The Sun hef­ur nú af þessu til­efni tekið sam­an heimsku­legu til­vitn­an­ir, sem hafðar hafa verið eft­ir Par­is um dag­ana. Hér er sýn­is­horn: 

„Ég vil ekki vera þekkt sem Hilt­on erf­ing­inn, vegna þess að ég lagði ekk­ert á mig til að verða það."

Par­is um hvað hún vildi verða: „Fyrst vildi ég verða dýra­lækn­ir. Svo gerði ég mér grein fyr­ir því að maður þarf að sprauta dýr­in og svæfa þau og ég ákvað í staðinn að kaupa fullt af dýr­um og hafa þau í hús­inu mínu." 

Par­is um frægðina: „Ég er ein­stök. Ég held að all­ir ára­tug­ir hafi eina tákn­ræna ljós­ku, eins og Mari­lyn Mon­roe, Díönu prins­essu og nú er ég þetta tákn." 

Par­is um tækn­ina á rauða dregl­in­um: „Ég hugsa eig­in­lega ekki, ég bara geng."

„All­ir Bret­ar hafa venju­leg nöfn og það virðist bara virka vel."

„Hvað er súpu­eld­hús?".   

„Barbie hef­ur alltaf verið ein af hetj­un­um mín­um. Hún ger­ir ekk­ert en hún lít­ur alltaf vel út á meðan."  

„Þegar ég skrifa tölvu­pósta þá þýða þeir ekk­ert. Þetta eru bara orð sem ég skrifa.

„Kabbalah hjálp­ar manni við að tak­ast á við það sem maður ótt­ast. Ef maður lánaði ein­hverj­um föt sem skilaði þeim aldrei aft­ur, og ég sæi hana mánuðum seinna á götu í þess­um föt­um þá myndi ég tala við hana."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Lífið hefur ekki verið létt undanfarið. Sambönd sem ganga vel og með lítilli fyrirhöfn geta orðið eins og sjálfsagður hlutur, en um leið ánægjulegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Lífið hefur ekki verið létt undanfarið. Sambönd sem ganga vel og með lítilli fyrirhöfn geta orðið eins og sjálfsagður hlutur, en um leið ánægjulegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir