Heimskulegustu ummæli Paris

Paris Hilton.
Paris Hilton. Reuters

Bandaríski hótelerfinginn Paris Hilton hefur öðlast þann heiður að vera getið í nýrri útgáfu  The Oxford Dictionary of Quotations þar sem haldið er til haga tilvitnunum sem vekja athygli. Ummælin, sem í bókinni eru höfð eftir Paris eru eftirfarandi: „Klæddu þig fallega hvar sem þú ferð; lífið er of stutt til að hverfa í fjöldann."

Breska blaðið The Sun hefur nú af þessu tilefni tekið saman heimskulegu tilvitnanir, sem hafðar hafa verið eftir Paris um dagana. Hér er sýnishorn: 

„Ég vil ekki vera þekkt sem Hilton erfinginn, vegna þess að ég lagði ekkert á mig til að verða það."

Paris um hvað hún vildi verða: „Fyrst vildi ég verða dýralæknir. Svo gerði ég mér grein fyrir því að maður þarf að sprauta dýrin og svæfa þau og ég ákvað í staðinn að kaupa fullt af dýrum og hafa þau í húsinu mínu." 

Paris um frægðina: „Ég er einstök. Ég held að allir áratugir hafi eina táknræna ljósku, eins og Marilyn Monroe, Díönu prinsessu og nú er ég þetta tákn." 

Paris um tæknina á rauða dreglinum: „Ég hugsa eiginlega ekki, ég bara geng."

„Allir Bretar hafa venjuleg nöfn og það virðist bara virka vel."

„Hvað er súpueldhús?".   

„Barbie hefur alltaf verið ein af hetjunum mínum. Hún gerir ekkert en hún lítur alltaf vel út á meðan."  

„Þegar ég skrifa tölvupósta þá þýða þeir ekkert. Þetta eru bara orð sem ég skrifa.

„Kabbalah hjálpar manni við að takast á við það sem maður óttast. Ef maður lánaði einhverjum föt sem skilaði þeim aldrei aftur, og ég sæi hana mánuðum seinna á götu í þessum fötum þá myndi ég tala við hana."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir