Minningartónleikum um Jackson aflýst

Michael Jackson á sviði árið 1984.
Michael Jackson á sviði árið 1984. Reuters

Minningartónleikum um söngvarann Michael Jackson, sem fram áttu að fara í Vínarborg síðar í þessum mánuði, hefur verið aflýst. Minningartónleikar um Jackson verða þess í stað haldnir í London á næsta ári. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.

Georg Kindel, talsmaður tónleikahaldanna, segir að ómögulegt hafi verið að fá eftirsótta listamenn til að koma fram á tónleikunum með svo stuttum fyrirvara. „Við vanmátum slíka hluti,” sagði hann er hann tilkynnti þessa í dag. „Það er mjög erfitt að skipuleggja slíka tónleika og yfirleitt tekur það sex mánuði.”  

„Í ljósi þessa höfum við ákveðið að fresta tónleikunum fram í miðjan júní 2010 og að halda þá ekki í Vín heldur í London.”

Greint var frá því fyrr í vikunni að tónlistarmennirnir Mary J. Blige, Chris Brown og Natalie Cole hefði afþakkað boð um að koma fram á tónleikunum vegna annarraskuldbindinga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir