Bubbi syngur erlend eftirlætislög

Bubbi Morthens.
Bubbi Morthens.

Bubbi Morthens er á ferð um landið þessar vikurnar, einn með gítarinn. Hann hóf ferðalagið í Bæjarbíói í Hafnarfirði í vikunni og voru tónleikagestir ánægðir með heimilislega stemninguna.

Bubbi plokkaði gítarinn af list og flutti nokkra af sínum kunnustu söngvum, á borð við „Stál og hníf“ og „Svartan afgan“. Lagavalið kom þó sumum á óvart, enda var nokkuð um ábreiður kunnra laga sem Bubba tókst listavel að gera að sínum. „Over the Rainbow“ var hugljúft í meðförum hans, enda sagðist hann syngja það fyrir börnin sín, og „All Along the Watchtower“ þrungið krafti.

Nokkur börn voru í salnum og hrollur fór um þau þegar Bubbi söng nýja þulu, „Völund á vaðlinum“, um drauginn sem býr á Vitaðsgjafa – en veiðimenn ættu að kannast við það örnefni, enda einn kunnasti veiðistaðurinn á Nessvæðinu í Laxá í Aðaldal, sem söngvarinn heldur mikið upp á.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir