Dorrit meðal litríkustu maka þjóðarleiðtoga

Dorrit Moussaieff.
Dorrit Moussaieff. mbl.is/Kristinn

Bandaríska fréttatímaritið Time hefur valið tíu litríkustu maka stjórnmálaleiðtoga. Dorrit Moussaieff er þar á meðal og segir blaðið, að hún sé afar hugmyndarík og hreinskilin.

Time segir að Dorrit hafi tengja ýmsa hluti við Ísland, svo sem lýsistöflur, erfðarannsóknir, Latabæ, heilsulindir, vatn á flöskum og lambakjöt. Þá vilji hún breyta varnarsvæðinu í listaverkamarkað.

Þá liggi hún ekki á skoðunum sínum og hafi m.a. sagt í viðtali við breska blaðið The Times, að hún fyrirlíti stjórnmálamenn. Time segir, að væntanlega undanskilji hún Ólaf Ragnar Grímsson, eiginmann sinn.

Aðrir makar á lista Time eru Miyuki Hatoyama, eiginkona Yukio Hatoyama, nýs forsætisráðherra Japans, Imelda Marcos, eiginkona Ferdinands Marcos, fyrrum leiðtoga Filippseyja, Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og eiginkona Bills Clintons, fyrrum forseta, Carla Bruni, eiginkona Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, Betty Ford, eiginkona Geralds Fords, fyrrum Bandaríkjaforseta, Nancy Reagan, eiginkona Ronalds Reagans, fyrrum Bandaríkjaforseta, Mary Todd Lincoln, eiginkona Abrahams Lincolns, fyrrum Bandaríkjaforseta,  Bess Truman, eiginkona Harry S. Trumans fyrrum Bandaríkjaforseta, og Denis Thatcher, eiginmaður Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands.

Listi Time

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar