Dorrit meðal litríkustu maka þjóðarleiðtoga

Dorrit Moussaieff.
Dorrit Moussaieff. mbl.is/Kristinn

Banda­ríska frétta­tíma­ritið Time hef­ur valið tíu lit­rík­ustu maka stjórn­mála­leiðtoga. Dor­rit Moussai­eff er þar á meðal og seg­ir blaðið, að hún sé afar hug­mynda­rík og hrein­skil­in.

Time seg­ir að Dor­rit hafi tengja ýmsa hluti við Ísland, svo sem lýs­istöfl­ur, erfðarann­sókn­ir, Lata­bæ, heilsu­lind­ir, vatn á flösk­um og lamba­kjöt. Þá vilji hún breyta varn­ar­svæðinu í lista­verka­markað.

Þá liggi hún ekki á skoðunum sín­um og hafi m.a. sagt í viðtali við breska blaðið The Times, að hún fyr­ir­líti stjórn­mála­menn. Time seg­ir, að vænt­an­lega und­an­skilji hún Ólaf Ragn­ar Gríms­son, eig­in­mann sinn.

Aðrir mak­ar á lista Time eru Miyuki Hatoyama, eig­in­kona Yukio Hatoyama, nýs for­sæt­is­ráðherra Jap­ans, Imelda Marcos, eig­in­kona Fer­d­in­ands Marcos, fyrr­um leiðtoga Fil­ipps­eyja, Hillary Cl­int­on, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna og eig­in­kona Bills Cl­int­ons, fyrr­um for­seta, Carla Bruni, eig­in­kona Nicolas Sar­kozy, for­seta Frakk­lands, Betty Ford, eig­in­kona Ger­alds Fords, fyrr­um Banda­ríkja­for­seta, Nancy Reag­an, eig­in­kona Ronalds Reag­ans, fyrr­um Banda­ríkja­for­seta, Mary Todd Lincoln, eig­in­kona Abra­hams Lincolns, fyrr­um Banda­ríkja­for­seta,  Bess Trum­an, eig­in­kona Harry S. Trum­ans fyrr­um Banda­ríkja­for­seta, og Den­is Thatcher, eig­inmaður Marga­ret Thatcher, fyrr­um for­sæt­is­ráðherra Bret­lands.

Listi Time

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Einhver sem þarfnast aðstoðar þinnar þorir ekki að tala við þig. Gáðu að því hvernig þú talar við aðra og þeir við þig. Gefðu þér tíma til að taka þátt í smásprelli.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Einhver sem þarfnast aðstoðar þinnar þorir ekki að tala við þig. Gáðu að því hvernig þú talar við aðra og þeir við þig. Gefðu þér tíma til að taka þátt í smásprelli.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir