Elton John vill ættleiða dreng

Elton John með Lev.
Elton John með Lev. Reuters

Enska poppstjarnan Elton John segist vilja ættleiða rúmlega ársgamlan dreng frá Úkraínu. Elton John er staddur þar og heimsótti munaðarleysingjahæli í bænum Makeyevka ásamt David Furnish, sambýlismanni sínum.

Reutersfréttastofan hefur eftir Elton John, að þeir Furnish hafi lengi rætt um hvort þeir eigi að reyna að ættleiða barn. Hann segist hins vegar hafa verið andvígur því enda sé hann orðinn 62 ára og á stöðugum ferðalögum. Hann hafi hins vegar skipt um skoðun þegar hann sá Furnish halda á drengnum Lev í dag.  

„Eftir að hafa séð Lev í dag vildi ég gjarnan ættleiða hann. Ég veit ekki hvernig við förum að því en hann hefur sigrað bæði hjarta mitt og Davids."

Elton John hefur beitt sér í málefnum HIV-smitaðra í Úkraínu og góðgerðastofnun, sem hann rekur, hefur átt samvinnu við alnæmisstofnun sem Olena Franchuk, dóttir Leoníds Kútsjma, fyrrum forseta Úkraínu, rekur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar