Leibovitz kemst hjá gjaldþroti

Annie Leibovitz.
Annie Leibovitz. Reuters

Bandaríski ljósmyndarinn Annie Leibovitz hefur náð samkomulagi við lánardrottna sína um að fá lengri gjaldfrest til að endurgreiða 24 milljóna dala lán, jafnvirði nærri 3 milljarða króna. Ekki er ljóst hve fresturinn er langur. 

Lánið féll í gjalddaga á fimmtudag en lánasfyrirtækið  Art Capital hafði áður höfðað innheimtumál. Meðal veða fyrir láninu  er höfundarréttur Leibovitz að ljósmyndum og fasteignir í hennar eigu. Samkomulagið, sem Leibovitz gerði við Art Capital í gær kveður einnig á um að hún fær á ný umráðarétt yfir veðunum.

Fjárhagsvandræði Leibovitz hafa vakið mikla athygli í Bandaríkjunum. Leibovitz, sem er 59 ára, hefur á undanförnum áratugum tekið forsíðumyndir fyrir fræg tímarit eins og Rolling Stone, Vanity Fair og Vogue. Meðal frægustu mynda Leibovitz er nektarmynd af John Lennon faðma eiginkonu sína Yoko Ono, mynd sem var tekin nokkrum klukkustundum áður en Bítillinn fyrrverandi var skotinn til bana. Eins vakti forsíðumynd Vanity Fair af Demi Moore þungaðri mikla athygli sem og myndir sem hún hefur tekið af Elísabetu II Bretadrottningu. Leibovitz kom til Íslands fyrir tveimur árum og tók myndir af leikaranum Leonardo DiCaprio við Jökulsárlón fyrir tímaritið Vanity Fair. 

Í síðustu viku ásakaði ítalskur ljósmyndari Leibovitz um að hafa notað myndir sem hann tók án heimildar. Hann hefur nú höfðað mál gegn henni í New York.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir