Húsaleigan lækkuð vegna salernisferða nágrannans

mbl.is/Ásdís

Þýskur dómstóll hefur úrskurðað að lækka eigi um 10 prósent húsaleiguna hjá þýsku pari sem býr í fínu hverfi í Berlín. Ástæðan fyrir lækkuninni er sú að parið heyrir í athöfnum nágrannans á salerninu.

Fjölmiðlar í Þýskalandi greina frá því að parið, Peter og Susana Keller, hafi fengið sérfræðing til þess að mæla hljóðin sem þeim þóttu greinileg og pirrandi.

„Ég er ánægður með úrskurðinn en hann leysir ekki sjálft vandamálið. Það var ekki bara hljóðið sem er vandamál, heldur sú staðreynd að við vitum hvaðan það kemur, í smáatriðum. Það var hræðilegt að hlusta á þetta þegar við sátum og snæddum kvöldverð,“ sagði Peter Keller meðal annars við fjölmiðla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar