Roger Moore gegn andalifur

Roger Moore.
Roger Moore. mbl.is/Sverrir

Breski leikarinn Roger Moore, sem er þekktastur fyrir að hafa leikið James Bond í nokkrum kvikmyndum, hóf í dag herferð gegn franskri anda-og gæsalifrarkæfu, foie gras. Hann segir að lifrarkæfan sé framleidd með andstyggilegum hætti og það sé fáránlegt að borða hana.

Moore hefur skrifað bréf til stjórnarformanns verslunarkeðjunnar Selfridges og boðist til að kaupa alla anda- og gæsalifrarkæfu, sem framleidd er með því að neyða fæðu í endur.

„Þetta er kallað foie gras, sem er feit lifur sem er sýkt lifur," sagði Moore við sjónvarpsstöðina Channel 4. „Það er fáránlegt að borða eitthvað sem er sýkt og þegar við bætist hvernig kæfan er framleidd er það andstyggilegt. Ég er tilbúinn til að kaupa allar birgðirnar hans með því skilyrði að hann kaupi ekki nýjar."

Selfridges sagðist myndu rannsaka hvort kæfan, sem þar er seld sé framleidd með ólöglegum hætti. Hins vegar stæði ekki til að taka foie gras úr sölu vegna þess að mikil eftirspurn væri eftir þessari vöru, einkum fyrir jólin.  

Moore, sem er 82 ára, hefur á síðustu árum unnið að mannúðarmálum og er m.a. góðgerðasendiherra UNICEF og tekur þátt í fjársöfnunum fyrir börn. Þá hefur hann einnig lagt dýraverndarsamtökunum PETA lið. Moore kom hingað til lands árið 2005 og var viðstaddur þegar fyrirtækin Baugur, FL Group og Fons skrifuðu undir samning um að gefa 135 milljónir króna til verkefna í þágu barna í Gíneu-Bissau. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup