„Flest gengið mér í hag“

Jón Böðvarsson.
Jón Böðvarsson. mbl.is/Kristinn

 Ein af jólabókum þessa vetrar er viðtalsbók við Jón Böðvarsson íslenskufræðing, rituð af Guðrúnu Guðlaugsdóttur, blaðamanni og rithöfundi. Bókaútgáfan Hólar gefur bókina út í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands. Þar segir Jón meðal annars frá æsku sinni og uppvaxtarárum, stjórnmálaskoðunum og kennaraferli. Og svo hefur hann vitanlega margt forvitnilegt að segja um menn og málefni.

„Ég hef áður verið beðinn um að segja frá ævi minni í bók en það er ekki fyrr en nú sem ég sagði já við erindinu,“ segir Jón sem verður áttræður á næsta ári. „Ég hef átt ágæta ævi og eiginlega flest gengið mér í hag. Ég get ekki verið óánægður með æviferilinn.“

Umkringdur sjálfstæðismönnum

„Ég er kominn af íhaldi og uppalinn pólitískt í Heimdalli. Foreldrar mínir, tengdaforeldrar, konan mín og sonur okkar eru öll sjálfstæðisfólk. Pabbi minn skipti sér aldrei af mínum stjórnmálaskoðunum og ég skipti mér ekki af stjórnmálaskoðunum fjölskyldu minnar. Hver maður verður að ráða sinni lífsstefnu sjálfur.

Ég hafði á tímabili taugar til Sjálfstæðisflokksins en þegar hann sveik þjóðina með inngöngunni í Atlantshafsbandalagið og hvarf frá hlutleysi landsins þá sagði ég alveg skilið við þennan flokk. Það er kannski einkenni manna eins og mín að fara öfgana á milli og ég lenti fljótlega í félagi róttækra stúdenta og síðan í Æskulýðsfylkingunni og Sósíalistaflokknum. Ég gekk hins vegar aldrei í Alþýðubandalagið því mér fannst það hálfgerður krataflokkur og það sama finnst mér reyndar um Vinstri græn.“

Njála í uppáhaldi

Sem kennari og fræðimaður hefur Jón verið ötull við að kynna íslenskar fornsögur og aðsókn að námskeiðum hans í Endurmenntunardeild Háskóla Íslands og Mími símenntun var svo gríðarleg að það þótti fréttnæmt. Þegar hann er spurður um uppáhaldsfornsögu sína segir hann: „Það er náttúrlega Brennu-Njáls saga. Faðir minn byrjaði að láta mig lesa Íslendingasögur þegar ég var ellefu ára og um fermingu var ég búinn að lesa þær allar. Þegar ég var tvítugur sökkti ég mér niður í Njálu í heila viku og fékk aðra sýn á bókina en ég hafði áður. Hún hefur frá þeim tíma verið eftirlætisfornsagan mín.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar