„Flest gengið mér í hag“

Jón Böðvarsson.
Jón Böðvarsson. mbl.is/Kristinn

 Ein af jóla­bók­um þessa vetr­ar er viðtals­bók við Jón Böðvars­son ís­lensku­fræðing, rituð af Guðrúnu Guðlaugs­dótt­ur, blaðamanni og rit­höf­undi. Bóka­út­gáf­an Hól­ar gef­ur bók­ina út í sam­starfi við End­ur­mennt­un Há­skóla Íslands. Þar seg­ir Jón meðal ann­ars frá æsku sinni og upp­vaxt­ar­ár­um, stjórn­mála­skoðunum og kenn­ara­ferli. Og svo hef­ur hann vit­an­lega margt for­vitni­legt að segja um menn og mál­efni.

„Ég hef áður verið beðinn um að segja frá ævi minni í bók en það er ekki fyrr en nú sem ég sagði já við er­ind­inu,“ seg­ir Jón sem verður átt­ræður á næsta ári. „Ég hef átt ágæta ævi og eig­in­lega flest gengið mér í hag. Ég get ekki verið óánægður með ævi­fer­il­inn.“

Um­kringd­ur sjálf­stæðismönn­um

„Ég er kom­inn af íhaldi og upp­al­inn póli­tískt í Heimdalli. For­eldr­ar mín­ir, tengda­for­eldr­ar, kon­an mín og son­ur okk­ar eru öll sjálf­stæðis­fólk. Pabbi minn skipti sér aldrei af mín­um stjórn­mála­skoðunum og ég skipti mér ekki af stjórn­mála­skoðunum fjöl­skyldu minn­ar. Hver maður verður að ráða sinni lífs­stefnu sjálf­ur.

Ég hafði á tíma­bili taug­ar til Sjálf­stæðis­flokks­ins en þegar hann sveik þjóðina með inn­göng­unni í Atlants­hafs­banda­lagið og hvarf frá hlut­leysi lands­ins þá sagði ég al­veg skilið við þenn­an flokk. Það er kannski ein­kenni manna eins og mín að fara öfg­ana á milli og ég lenti fljót­lega í fé­lagi rót­tækra stúd­enta og síðan í Æsku­lýðsfylk­ing­unni og Sósí­al­ista­flokkn­um. Ég gekk hins veg­ar aldrei í Alþýðubanda­lagið því mér fannst það hálf­gerður krata­flokk­ur og það sama finnst mér reynd­ar um Vinstri græn.“

Njála í upp­á­haldi

Sem kenn­ari og fræðimaður hef­ur Jón verið öt­ull við að kynna ís­lensk­ar forn­sög­ur og aðsókn að nám­skeiðum hans í End­ur­mennt­un­ar­deild Há­skóla Íslands og Mími símennt­un var svo gríðarleg að það þótti frétt­næmt. Þegar hann er spurður um upp­á­halds­forn­sögu sína seg­ir hann: „Það er nátt­úr­lega Brennu-Njáls saga. Faðir minn byrjaði að láta mig lesa Íslend­inga­sög­ur þegar ég var ell­efu ára og um ferm­ingu var ég bú­inn að lesa þær all­ar. Þegar ég var tví­tug­ur sökkti ég mér niður í Njálu í heila viku og fékk aðra sýn á bók­ina en ég hafði áður. Hún hef­ur frá þeim tíma verið eft­ir­læt­is­forn­sag­an mín.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Um leið og þú lætur álit þitt í ljós máttu líka eiga von á viðbrögðum við þeim. Reyndu að koma eins miklu í verk og þú getur. Fólk mun ekki kunna að meta afskiptasemi þína.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Um leið og þú lætur álit þitt í ljós máttu líka eiga von á viðbrögðum við þeim. Reyndu að koma eins miklu í verk og þú getur. Fólk mun ekki kunna að meta afskiptasemi þína.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir