Forstöðuhjón Krossins að skilja

Gunnar Þorsteinsson,
Gunnar Þorsteinsson,

Forstöðuhjón trúfélagsins Krossins, Gunnar Þorsteinsson og Ingibjörg Guðnadóttir, hafa ákveðið að skilja. Þetta kemur fram í yfirlýsingu, sem birt var á heimasíðu Krossins í dag.

Í yfirlýsingunni segja þau Gunnar og Ingibjörg, að undanfarin ár hafi þau fengist æ meir við mismunandi viðfangsefni. Gunnar hafi einbeitt sér að starfi Krossins og Krossgatna hérna heima en Inga hafi fengist við verkefni í Bandaríkjunum.

„Bæði erum við mikið ákafafólk og erum yfirleitt mjög upptekin af því sem við erum að glíma við hverju sinni. Þetta hefur leitt til þess að við höfum haft sífellt minni tíma saman, sem aftur hefur bitnað á venjulegu heimilishaldi og eðlilegu fjölskyldulífi. Undanfarið hefur okkur orðið það ljóst að það er ekki hægt að halda áfram á sömu braut.  Við höfum því staðið frammi fyrir því að annað okkar þyrfti að fórna sínu starfi og hugðarefnum eða að við slitum samvistum. Niðurstaða okkar, eftir langa ígrundun, er að við höfum ákveðið að skilja," segir m.a. í yfirlýsingunni.

Heimasíða Krossins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka