Patrick Swayze látinn

Patrick Swayze greindist með krabbamein í brisi í janúar 2008.
Patrick Swayze greindist með krabbamein í brisi í janúar 2008. Reuters

Bandaríski leikarinn Patrick Swayze er látinn eftir baráttu við krabbamein í brisi. Swayze greindist með meinið í janúar á síðasta ári. Fyrst um sinn gekkst hann undir lyfjameðferð en gafst upp á þessu ári, þegar læknar tjáðu honum að ekkert gæti stöðvað útbreiðslu krabbameinsins.

„Fimm ár eru óskhyggja. Tvö ár eru líklegri ef maður tekur mið af allri tölfræði,“ sagði Swayze í viðtali sem tekið var við hann í janúar síðastliðnum. Í apríl hóf hann svo að kveðja fjölskyldu og vini. Þá hafði krabbameinið breiðst út í lifur hans og „niðurtalningin hófst,“ eins og svo smekklega var haft eftir heimildarmanni bandaríska tímaritsins National Enquirer.

Patrick Swayze lék í kvikmyndum á borð við Dirty Dancing, Ghost og Road House. Árið 1991 var hann kosinn kynþokkafyllsti karlmaður veraldar af lesendum tímaritsins People.

Eftir að greint var frá láti Swayze sendi bandaríska leikkonan Whoopi Goldberg, sem lék á móti Swayze í Ghost, frá sér yfirlýsingu.  „Patrick var virkilega hjartahlýr, fyndinn og ég mun aldrei geta greitt til baka það sem hann gaf mér. Ég trúi hjartanlega á skilaboð kvikmyndarinnar Ghost, þannig að hann verður alltaf nærri.“

Patrick Swayze á Wikipedia

Patrick Swayze barðist við krabbameinið í tæp tvö ár.
Patrick Swayze barðist við krabbameinið í tæp tvö ár. DANNY MOLOSHOK
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar