Coldplay og Satriani sættast

Gítarleikarinn Jonny Buckland ásamt Chris Martin, söngvara Coldplay, á tónleikum …
Gítarleikarinn Jonny Buckland ásamt Chris Martin, söngvara Coldplay, á tónleikum sveitarinnar í Hannover í Þýskalandi í síðasta mánuði. Reuters

Breska hjómsveitin Coldplay og bandaríski gítarleikarinn Joe Satriani hafa náð að sættast, en Satriani höfðaði mál á hendur hljómsveitinni í fyrra. Hann sakaði hana um að hafa notað í leyfisleysi hluta úr lagi eftir sig sem kallast „If I Could Fly“, og kom út árið 2004, í smellnum „Viva La Vida“.

Bandaríska tónlistartímaritið Billboard segir að Satriani hafi látið málið falla niður og þá verði Coldplay ekki að játa á sig neina sök í málinu.

Talsmaður Coldplay sagði í samtali við breska ríkisútvarpið að hljómsveitin muni ekki tjá sig um málið.

Talsmaður Satriani hefur staðfest að samkomulag hafi náðst á milli deiluaðila eftir að dómsskjöl höfðu verið birt á bandarísku lögfræðisíðunni justia.com.

Ekki liggur fyrir hvort Coldplay þurfi að greiða Satriani bætur vegna málsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan