Íslenska tískuvikan: áframhaldandi martröð

Það stefnir allt í það að hin svokallaða Íslenska tískuvika verði með eftirminnilegri floppum aldarinnar – þessarar og þeirrar næstu – ef marka má áframhaldandi skrif um málið. Nú hefur New York Magazine tekið málið upp og rekur þessa sorgarsögu alla í nokkuð löngu máli.

Vísað er m.a. í Gunnar Hilmarsson, formann Fatahönnunarfélags Íslands, og segir hann Kolbrúnu Aðalsteinsdóttur, eiganda viðburðarins, ekki vera í jafnvægi, hún sé óskipulögð og hafi engan á bak við sig.

Því er þá lýst hvernig þátttakendur voru keyrðir upp að sýningarpallinum „góða“ og þar hefði Kolbrún reynt að láta handtaka einn hönnuðinn sem mótmælti aðbúnaðinum.

Allt er semsagt dregið sundur og saman í háði og klykkt út með því að það sé ekki einu sinni hægt að kenna hérlendu efnahagshruni um þennan „brandara“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar