Muse til í að semja Bond-lag

Muse hélt tónleika í Laugardalshöll í desember árið 2003. Hér …
Muse hélt tónleika í Laugardalshöll í desember árið 2003. Hér sést Matthew James Bellamy, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar á tónleikunum. mbl.is/Árni Torfason

Liðsmenn bresku rokkhljómsveitarinnar Muse segjast vera tilbúnir að semja lag fyrir næstu James Bond kvikmynd - ef kallið kemur. „Við myndum líklega segja já við þessu. Að minnsta kosti myndum við gera okkar besta,“ segir Dom Howard, trommuleikari sveitarinnar í samtali við breska ríkisútvarpið.

„Vissulega passar ýmislegt sem við höfum verið að gera við James Bond stílinn. Og ég tel að þetta myndi ganga upp,“ segir Howard.

Muse gaf út nýja plötu í vikunni, sem ber heitið The Resistance.

Daniel Craig mun endurtaka í 23. myndinni um njósnara hennar hátignar. Ekki er búið að greina frá því hvenær framleiðsan muni hefjast.

Rokkarinn Jack White og Alicia Keys sungu og sömdu síðasta Bond-lagið „Another Way to Die“.

Fram kemur á vef BBC að síðasta breska hljómsveitin sem hafi átt Bond-lag hafi verið Duran Duran árið 1985, en þá sömdu þeir smellinn „A View To a Kill“.

„Síðustu lög hafa verið ansi góð,“ segir Howard. „En ég tel að við myndum standa okkur vel.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir