Muse til í að semja Bond-lag

Muse hélt tónleika í Laugardalshöll í desember árið 2003. Hér …
Muse hélt tónleika í Laugardalshöll í desember árið 2003. Hér sést Matthew James Bellamy, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar á tónleikunum. mbl.is/Árni Torfason

Liðsmenn bresku rokk­hljóm­sveit­ar­inn­ar Muse segj­ast vera til­bún­ir að semja lag fyr­ir næstu James Bond kvik­mynd - ef kallið kem­ur. „Við mynd­um lík­lega segja já við þessu. Að minnsta kosti mynd­um við gera okk­ar besta,“ seg­ir Dom How­ard, trommu­leik­ari sveit­ar­inn­ar í sam­tali við breska rík­is­út­varpið.

„Vissu­lega pass­ar ým­is­legt sem við höf­um verið að gera við James Bond stíl­inn. Og ég tel að þetta myndi ganga upp,“ seg­ir How­ard.

Muse gaf út nýja plötu í vik­unni, sem ber heitið The Res­ist­ance.

Daniel Craig mun end­ur­taka í 23. mynd­inni um njósn­ara henn­ar há­tign­ar. Ekki er búið að greina frá því hvenær fram­leiðsan muni hefjast.

Rokk­ar­inn Jack White og Alicia Keys sungu og sömdu síðasta Bond-lagið „Anot­her Way to Die“.

Fram kem­ur á vef BBC að síðasta breska hljóm­sveit­in sem hafi átt Bond-lag hafi verið Dur­an Dur­an árið 1985, en þá sömdu þeir smell­inn „A View To a Kill“.

„Síðustu lög hafa verið ansi góð,“ seg­ir How­ard. „En ég tel að við mynd­um standa okk­ur vel.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og finnst allt sem þú gerir þurfi að vera meira og betra en hjá öðrum. Farðu vel yfir allt, jafnvel tvisvar, og ekki ganga að neinu vísu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og finnst allt sem þú gerir þurfi að vera meira og betra en hjá öðrum. Farðu vel yfir allt, jafnvel tvisvar, og ekki ganga að neinu vísu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason