Egyptinn Ema Bayoumy var búinn að gefa upp alla von um að fá vinnu í Svíþjóð og ætlaði aftur heim til Egyptalands. Þegar hann fór í matvöruverslun í síðasta sinn til þess að kaupa sér sígarettur fékk hann snilldarhugmynd.
Bayoumy ákvað að baka brauð og nú veltir fyrirtæki hans, Pyramidbageriet, yfir 30 milljónum sænskra króna ári en það samsvarar tæpum 540 milljónum íslenskra króna.
Þegar Bayoumy sá að hugmyndin virkaði hélt hann heim til Egyptalands og kom með til baka til Svíþjóðar fjögur kíló af súrdeigi sem móðir hans hafði búið til. Þetta var árið 1992 og enn er haldið lífi í sama súrdeigi sem hrökkbrauð Bayoumys er bakað úr.