Vinsældir Berlusconis dvína

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu.
Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu. Reuters

Vinsældir Silvios Berlusconis, forsætisráðherra Ítalíu hafa dvínað mjög að undanförnu ef marka má niðurstöður könnunar sem ítalska dagblaðið La Repubblica birtir í dag. Samkvæmt niðurstöðunum nýtur Berlusconi aðeins fylgis 47% landsmanna, borið saman við 62% í október í fyrra.

Öll spjót hafa staðið á ítalska forsætisráðherranum að undanförnu og þykir ímynd hans hafa beðið hnekki. Berlusconi hefur sætt gagnrýni fyrir skort á lýðræði í ríkisstjórn sinni og þá hafa persónuleg hneykslismál, tengd kvenhylli forsætisráðherrans, tekið drjúgan tíma hjá Berlusconi.

Samkvæmt könnun La Repubblica nýtur hann nú hylli meðal 47% Ítala. Könnunin var gerð dagana 11. til 13. september. Hringt var í 1.000 manns og þeir spurðir um afstöðuna til Berlusconis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir