Hinn vinsæli raunveruleikaþáttur “So You Think You Can Dance” hefur sæst við samfélag samkynhneigðra í Bandaríkjunum með því að velja tvo samkvæmisdansara af sama kyni í nýja umferð þáttanna auk þess að skipa opinberlega samkynhneigðan dómara.
Nigel Lythgoe, framleiðandi og dómari í þáttunum olli miklu fjaðrafoki í maí, þegar hann sagði öðru samkynhneigðu pari að samba dansrútína þeirra, væri “likleg” til að gera stóran hluta þeirra fimm milljóna sem telja áhorfendahópinn “fráhverfan” þættinum.
Seinna skrifaði Lythgoe á Twitter síðu sína að hann væri “ekki aðdáandi Brokeback Samkvæmisdansa”, þar sem hann vísaði til Brokeback Mountain frá árinu 2007, um rómantíska ást samkynhneigðra karlmanna. Samtök samkynhneigðra í Bandaríkjunum (GLAAD) kröfðust þegar í stað fundar með Lythgoe og stjórnendum Fox sjónvarpsstöðvarinnar og vildu einnig afsökunarbeiðni frá Lythgoe.
Nú er unnið að sjöttu þáttaröð hins vinsæla þáttar “So You Think You Can Dance”, sem hefur meðal annars unnið til Emmy verðlauna.
Í nýjasta þættinum komu dansararnir Jason and Willem De Vries út tárunum á Mia Michaels auk þess sem Lythgoe sá si knúinn til að hrósa þeim.
Michaels sagðist dást að kjarki þeirra og Lythgoe þakkaði þeim fyrir að sýna að samkvæmisdans pars af sama kyni gæti verið sterkur og góður.
DeVries og Jason eiga hins vegar eftir að sýna fram á að þeir geti dansað fleiri tegundir dans en samkvæmisdans. Forseti GLAAD var sáttur eftir þáttinn og sagði að bæði viðtökur Jason og DeVries og setning hins nýja samkynhneigða dómara væri Bandaríkjunum fyrirmynd í því hvernig koma ætti fram við samkynhneigt fólk af sömu sanngirni og virðingu og aðra.