Hryllti við opinberun Karls og Díönu

Karl Bretaprins og Díana, prinsessa af Wales, á frímerki sem …
Karl Bretaprins og Díana, prinsessa af Wales, á frímerki sem gefið var út árið 1981, en þá gengu þau í hjónaband. AP

Elísabetu Englandsdrottningu og móðir hennar, Elísabetu drottningamóður, hryllti við því þegar Karl Bretaprins og Díana fjölluðu opinberlega um hjónabandserfiðleika sína. Þetta kemur fram í æviminningum drottningarinnar sem gefnar voru út í dag.

Þar kemur fram að móðir Elísabetu drottningar hafi verið með ristilkrabbamein og hafi æxli verið fjarlægt árið 1966. Drottningamóðirin lést þann 30. mars 2002, 101 árs að aldri.

Ættmóðirin var afar ósátt við þá ákvörðun dóttursonarins að viðurkenna hjúskaparbrot í sjónvarpsviðtali árið 1994. Þetta kemur fram í ævisögu hennar sem William Shawcross ritar en Elísabet Englandsdrottning fékk hann til þess að skrifa ævisögu móður sinnar.

Eins var drottningamóðirin afar ósátt við að Díana hafi lýst ástarlífi sínu í bók sem fjallar um ævi hennar.

Í viðtali við BBC á sínum tíma sagði Díana að þau hafi í raun verið þrjú í hjónabandinu og það hafi verið einum of margir. Vísaði hún þar til sambands Karls við Camillu Parker-Bowles, sem hann er nú kvæntur. Þegar viðtalið var birt þá sagði sagði drottningamóðirin að það væru alltaf mistök að tala um hjónaband sitt opinberlega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt breyta rétt. Ef þú ert með fólki sem vill komast hjá uppgjöri muntu þrýsta á þar til þú kemst að hinu sanna. Óvenjulegar hugmyndir höfða mjög sterkt til þín í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Sarah Morgan
5
Solja Krapu-Kallio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt breyta rétt. Ef þú ert með fólki sem vill komast hjá uppgjöri muntu þrýsta á þar til þú kemst að hinu sanna. Óvenjulegar hugmyndir höfða mjög sterkt til þín í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Sarah Morgan
5
Solja Krapu-Kallio