Mary Travers er látin

Tríóið Peter, Paul and Mary naut mikilla vinsælda á 7. …
Tríóið Peter, Paul and Mary naut mikilla vinsælda á 7. áratug 20. aldar. Myndin var tekin 2006 við athöfn í Songwriters Hall of Fame í New York. Reuters

Mary Travers, söngkonan í gamalkunna þjóðlagatríóinu Peter, Paul and Mary, er látin 72 ára gömul. Tríóið gerði vinsæl lög á borð við „Blowin' in the Wind,“ „If I Had a Hammer“ og „Where Have All the Flowers Gone?“

Mary Travers andaðist á sjúkrahúsi í Connecticut í Bandaríkjunum í gær. Hún fékk hvítblæði fyrir nokkrum árum og fór í mergflutning í kjölfarið. Banamein hennar voru fylgikvillar lyfjameðferðar sem hún gekkst undir síðar. 

Margir minnast hinnar ljóshærðu Mary Travers sem steig á svið með skeggjuðum félögum sínum í tríóinu. Þau voru rödd ungs fólks á uppreisnartímum gegn ríkjandi gildum og voru mjög áberandi í tónlist  7. áratugar síðustu aldar. Nokkur laga þeirra enduðu í efstu sætum vinsældalista.

Tríóið Peter, Paul and Mary á yngri árum.
Tríóið Peter, Paul and Mary á yngri árum.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir