600% aukning í sölu hannyrðabóka

Hannyrða og matreiðslubækur seljast grimmt þessa dagana
Hannyrða og matreiðslubækur seljast grimmt þessa dagana mbl.is/Árni Sæberg

„Sala bóka á íslensku það sem af er árinu hjá Eymundsson er jafnmikil og allt árið í fyrra. Áherslurnar í lestri og því sem fólk virðist vera að gera eru auk þess gjörbreyttar. Þetta eru svo jákvæð tíðindi að ég varð hálfsnortin. Þjóðin situr ekki með hendur í skauti, heldur ræktar hún og framleiðir sjálf,“ segir Bryndís Loftsdóttir, bóksali hjá Eymundsson.

„Það hefur orðið 600% aukning í seldum eintökum hannyrðabóka miðað við sama tíma í fyrra. Fjöldi seldra eintaka af bókum um garða, gróður og ræktun er 200% meiri nú,“ greinir Bryndís frá.

Veltan á matreiðslubókum á íslensku er nú í fyrsta skipti í 10 ár hærri en veltan á sjálfshjálparbókum, að sögn Bryndísar. „Matreiðslubækur hafa að vísu alltaf selst vel en það sem af er árinu er rúmlega 100% aukning í seldum eintökum miðað við sama tíma í fyrra. Útgáfa matreiðslubóka er mjög öflug núna. Það eru komnar að minnsta kosti 13 nýjar íslenskar matreiðslubækur á árinu og jólabókaflóðið er ekki byrjað.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar