„Það var einhver kona hérna með henni, þær voru að dedúa eitthvað í kringum verkin. Jú, jú, hún spurði mig aðeins út í þetta. Ég held að henni hafi litist alveg ágætlega á. Drottningar ráðast ekki á listamenn, og Margrét er geðþekk – eins og ég hafði reyndar heyrt að hún væri.“
Þannig lýsir myndlistarmaðurinn Kristján Guðmundsson kynnum sínum af Margréti Danadrottningu, en í gær afhenti hún listamanninum Carnegie-verðlaunin við hátíðlega athöfn í Kunsthal Charlottenborg í Kaupmannahöfn en verðlaunin eru þau virtustu hvað samtímamyndlist á Norðurlöndunum varðar.