Bítlarnir eiga 13 af 14 söluhæstu plötum heims síðustu vikuna ef marka má lista Global Media Traffic. Alls seldust 2,687 milljónir eintaka af plötunum, þar af seldust fimm þeirra í vel yfir 200.000 eintökum. Þá er Yellow Submarine í 17. sæti á topp 40 lista heims þessa vikuna.
Salan kemur ekki á óvart þar sem endurútgáfan á plötum sveitarinnar hafði verið auglýst í allt sumar. Verður spennandi að sjá hvort salan haldi dampi í næstu viku.
Lista Global Media Traffic má annars nálgast hér.