Niðurbrotin og hætt að hlaupa

Caster Semenya
Caster Semenya Reuters

Suður-Afrísku hlaupadrottningunni Caster Semenya var fagnað eins og þjóðhetju er hún sneri heim eftir að hafa unnið gullið í 800 m hlaupi á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Berlín. Nú er hún farin í felur, andlega niðurbrotin vegna fjölmiðlafársins og vangaveltna um kynferði hennar.

„Semenya er andlega niðurbrotin vegna alls þess sem sagt er og skrifað um hana,“ segir Phiwe Mlangei-Tsholesane, talskona suður-afríska frjálsíþróttasambandsins. „Vangaveltur um líkama hennar, hvort hún er kona eða karl eða hvort tveggja eru niðurlægjandi fyrir hana. Hún er ung að árum og á erfitt með að takast á við þetta.“

Keppir líklega ekki framar

IAAF mun ekki kveða upp endanlegan úrskurð í þessu máli fyrr en 20. nóvember en þegar hefur komið fram, að Semenya hafi mælst með þrefalt magn af karlkynshormóninu testósterón, sem þó er innan löglegra marka. Aðrar en óstaðfestar fréttir herma hins vegar, að Semenya hafi öll ytri líkamleg einkenni konu en sé með eistu í stað eggjastokka.

Wilfred Daniels, þjálfarinn hennar fyrrverandi, segir, að úr því sem komið er skipti engu hvað Alþjóðafrjálsíþróttasambandið tilkynni 20. nóvember. Sigurhlaup Semenyu í Berlín 19. ágúst hafi verið hennar síðasta hlaup.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar