Sean Connery í Indiana Jones

Sean Connery
Sean Connery Reuters

Leikarinn Sean Connery ætlar að taka þátt í næstu Indiana Jones mynd en hann tók ekki þátt í þeirri síðustu. Connery fór með hlutverk Henry Jones, föður fornleifafræðingsins Indiana Jones, í þriðju myndinni um fornleifafræðinginn. Áður hefur komið fram að Harrison Ford muni leika Indiana Jones í næstu mynd sem er sú fimmta í röðinni.

Samkvæmt heimildum Bang Showbiz hefur Steven Spielberg unnið að handritinu með George Lucas að undanförnu og samkvæmt því sé gert ráð fyrir endurkomu Henry Jones.

Fyrsta myndin um Jones, Indiana Jones and the Raiders of the Lost Ark, kom út árið 1981, eða fyrir 28 árum. Hinar komu 1984, 1989 og svo 2008.

„Steven Spielberg, George Lucas og ég sjálfur höfum ákveðið um hvað nýjasta myndin eigi að fjalla, hvernig sagan verði, og George er nú þegar farinn að skrifa,“ sagði Ford fyrr í vikunni. „Ef handritið verður gott mun ég fara í búninginn að nýju með glöðu geði.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka