Síðasta Leiðarljósið

Leiðarljós - Guiding Light
Leiðarljós - Guiding Light

Leiðarljósið (Guiding Light) var slökkt í dag þegar síðasti þáttur þessarar 72 ára sápuóperu var sýndur í Bandaríkjunum. Líkt og í sönnum ævintýrum endaði allt vel og allir lifðu hamingjusamir upp frá því.

Yfir 15.000 þúsund Leiðarljósþættir fóru í loftið á tímabilinu en engin sápuópera hefur gengið jafn lengi í bandarísku sjónvarpi.

Þættirnir sem voru framleiddir af CBS fóru í loftið sem útvarpsþáttur stuttu eftir að Franklin Roosevelt varð forseti Bandaríkjanna. Leiðarljós segir sögu þriggja fjölskyldna í borginni Springfield í Bandaríkjunum. Árið 1952 gátu aðdáendur barið persónurnar augum í sjónvarpi og fyrsta útsendingin í lit var árið 1967.

Eins og vera ber í sápuóperu hefur gengið á ýmsu í gegnum tíðina í þáttunum; giftingar, skilnaðir, barneignir og andlát með öllum mögulegum útúrdúrum og flækjum milli persónanna.

Samkvæmt samantekt tímaritsins Entertainment Weekly magazine, hafa fimmtán persónur snúið til baka eftir að hafa verið “látnar deyja.”  Tíu persónur áttu í sambandi við bæði föður og son eða móður og dóttur og sjö voru lamaðir og í hjólastól áður en þeim batnaði fyrir kraftaverk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir