David Beckham vill eignast dóttur

David Beckham með sonum sínum.
David Beckham með sonum sínum. LUCY NICHOLSON

Haft er eftir David Beckham að dregið hafi úr eigingirninni við það að verða faðir. Fótboltastjarnan sem á þrjá syni, Brooklyn tíu ára, Romeo sjö ára og Cruz fjögurra ára, með Victoriu konu sinni, viðurkennir að hafa verið fullkomlega upptekinn af  sjálfum sér áður en Brooklyn fæddist í mars 1999. Núna gangi strákarnir framar öllu.

David segir: "Áður var ég eigingjarn – það eru það allir. Það er ekki fyrr en maður fer að eiga börn sem maður áttar sig á þeim breytingum sem verða á lífi manns og að það verði algjört forgangsatriði að sjá til þess að það sé allt í lagi með þau og að þau séu ánægð. Ég og Victoría erum bæði mjög upptekin í starfi og sem einstaklingar. En það er ekkert sem jafnast á við það að verða faðir. Drengirnir eru það besta í lífi okkar og við myndum gera hvað sem væri fyrir þá.”

Hinn þrjátíu og fjögurra ára gamli David lét nýlega hafa eftir sér að hann dauðlangaði í dóttur þar sem hann dreymdi um að synir sínir ættu systur.

“Mig langar til að eignast fleiri börn og ég vona að af því verði fljótlega. Mig langar í litla stúlku. Það væri frábært.”

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka