Konur eru ekki bara farnar að prjóna meira eins og aukin sala á garni og prjónabókum gefur til kynna. Þær eru líka farnar að sauma fatnað í meiri mæli en áður og kaupa bætur til þess að gera við gamlar flíkur,“ að sögn Eddu Báru Róbertsdóttur, verslunarstjóra hjá Vogue.
„Yfirleitt dettur efnissalan hjá okkur niður á sumrin. Salan á fataefnum og smávöru, eins og tölum, títuprjónum, borðum, bótum og rennilásum, hefur hins vegar verið 57% meiri í sumar en í fyrrasumar,“ segir Edda Bára.
„Þær hrökkva í kút þegar þær fara niður í bæ og sjá verðið á einföldum flíkum. Núna finnst þeim allt í lagi að taka alla helgina í að sauma flík. Áður hugsuðu þær sem svo að þær myndu bara vinna yfirvinnu og kaupa sér það sem þær langaði í.“