Efni og bætur rjúka út

Edda Bára Róbertsdóttir segir vinkonur hjálpast að við saumaskapinn.
Edda Bára Róbertsdóttir segir vinkonur hjálpast að við saumaskapinn.

Konur eru ekki bara farnar að prjóna meira eins og aukin sala á garni og prjónabókum gefur til kynna. Þær eru líka farnar að sauma fatnað í meiri mæli en áður og kaupa bætur til þess að gera við gamlar flíkur,“ að sögn Eddu Báru Róbertsdóttur, verslunarstjóra hjá Vogue.

„Yfirleitt dettur efnissalan hjá okkur niður á sumrin. Salan á fataefnum og smávöru, eins og tölum, títuprjónum, borðum, bótum og rennilásum, hefur hins vegar verið 57% meiri í sumar en í fyrrasumar,“ segir Edda Bára.

Meta tíma sinn öðruvísi

Hún segir konur meta tíma sinn öðruvísi í kreppunni en þær gerðu áður.

„Þær hrökkva í kút þegar þær fara niður í bæ og sjá verðið á einföldum flíkum. Núna finnst þeim allt í lagi að taka alla helgina í að sauma flík. Áður hugsuðu þær sem svo að þær myndu bara vinna yfirvinnu og kaupa sér það sem þær langaði í.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir