Hefur þjónað á Rauða ljóninu í 69 ár

Dolly Saville er væntanlega elsti starfandi barþjónn í veröldinni og án efa með lengstan starfsaldur í stéttinni. Dolly sem er 95 ára, hefur staðið bakvið barborðið í 69 ár og allan þann tíma á sama barnum.

Hún réði sig til starfa á Rauða ljóninu í Buckinghamskíri árið 1940 þegar eiginmaður hennar var kvaddur í herinn. Dolly þurfti á peningum að halda til að framfleyta heimilinu og kaus að þjóna á Rauða ljóninu. Þar hefur hún starfað alla tíð síðan.

Dolly segist á þessum 69 árum hafa afgreitt að minnsta kosti tvær milljónir ölkrúsa og ógrynni annarra drykkja til viðskiptavina.

„Ég elska þetta starf. Í því kynnist ég fjöldanum öllum af elskulegu fólki. Svo skemmir ekki að ég hef verið einstaklega heppin með yfirmenn,“ svarar Dolly þegar hún er spurð hvers vegna hún standi enn bakvið barborðið hálftíræð.

Dolly skenkir ekki bara drykki á barnum heldur þjónar hún líka til borðs í matsal krárinnar. Einn af börum krárinnar hefur verið nefndur eftir henni. Aðspurð segist hún af og til stíga framfyrir og fá sér ölkrús. Hún kýs þá helst viskí og sóda.

Dolly segist ekki vera að setjast í helgan stein, hún ætli að þjóna á Rauða ljóninu meðan hún standi upprétt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir