Jógvan og Friðrik í eina sæng

Jógvan og Friðrik Ómar.
Jógvan og Friðrik Ómar.

Tveir af vinsælustu söngvurum þjóðarinnar, Jógvan Hansen og Friðrik Ómar, hafa tekið höndum saman og senda frá sér tvöfaldan geisladisk í byrjun október.

Diskurinn ber heitið Vinalög og er hálfgerður vináttuvottur á milli Íslands og Færeyja að sögn Jógvans. „Ég lét Friðrik hafa tíu uppáhaldslögin mín frá Færeyjum, sem voru þýdd yfir á íslensku af Valgeiri Skagfjörð, og Friðrik lét mig hafa tíu uppáhalds íslensku dægurlögin sín og þau hafa verið þýdd yfir á færeysku af Boga Gotfred,“ segir Jógvan um formið á Vinalögum.

Spurður hvaða lög þetta séu svarar Jógvan snöggt: „Það þýðir ekkert að segja hver færeysku lögin eru, þau þekkir enginn,“ segir hann og hlær. „En íslensku lögin sem ég syng á færeysku eru t.d „Lítill drengur“, „Ég er á leiðinni“, „Söknuður“ og „Þú komst við hjartað í mér“ með Páli Óskari, það heitir „Nart víð hjartað á mær“ á færeysku.“

Íslendingar poppaðri

Um aðdraganda þessarar vinnu segir Jógvan að hann og Friðrik hafi lengi rætt um að gera eitthvað saman. „Ég hef lengi spáð í af hverju Íslendingar og Færeyingar þekkja ekki tónlistina hvor hjá öðrum betur. Við Friðrik fórum að ræða þetta og út frá því kom hugmyndin að disknum. Lögin eru nokkuð ólík enda hafa Færeyingar samið mikið af vísnalögum í gegnum árin og eru ekki eins popplegir og Íslendingar þegar kemur að uppáhalds-dægurlögunum þeirra,“ segir Jógvan.

Vinalög á að koma út 8. október og stefna þeir piltar á útgáfutónleika 16. og 17. október í Salnum í Kópavogi. Helgina eftir verða þeir með tónleika í Norðurlandahúsinu í Færeyjum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar