Muse vill byltingu í Bretlandi

Matthew Bellamy, söngvari Muse, er jafnvígur á gítar og hljómborð.
Matthew Bellamy, söngvari Muse, er jafnvígur á gítar og hljómborð. Árni Torfason

Hin vinsæla hljómsveit Muse hefur lýst því yfir að hún vilji að nýjasti diskur hennar The Resistance (Andspyrnan), „sjokkeri“ fólk og fái það til að mótmæla á friðsamlegan hátt.

Söngvarinn Matt Bellamy fékk hugmyndina eftir að hafa fylgst með mótmælum vegna G20 fundar, þar sem leiðtogar tuttugu stærstu ríkja heims koma saman.

Hann segist iðulega verða var við mótmæli þar sem hann búi í miðborg Lundúna og í nálægð við mörg sendiráð. 

Hann er gagnrýninn og segir fólk almennt hafa þá skoðun að stórar stofnanir sem eigi að vera traustsins verðar hafi brugðist. Söngvarinn hefur líka skoðun á breska stjórnkerfinu en hann segir Breta búa við eitt veikasta lýðræði vesturlanda. Bendir hann sérstaklega á stjórnmálamenn og fjármálageirann. Bretland sé á eftir, þegar það sé borið saman við Bandaríkin og flest ríki Evrópu.

“Ég er viss um að það er hægt að leysa þetta þannig að það verði sanngjarnara fyrir alla” segir Bellamy sem eins og áður segir vill sjá byltingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar