Lokahóf Nýsköpunarkeppni grunnskólanema, NKG, fór fram í Grafarvogskirkju í dag. Meðal hugmynda sem unnu til verðlauna í keppninni voru útvarpssírena, vekjaraklukka með púsluspili, ljósnet og mjólkurtankur.
Um það bil 2700 börn á grunnskólaaldri tóku þátt í keppninni í ár. Alls tóku um 60 skólar þátt.
Forseti Íslands verndari keppninnar afhenti verðlaunin sem fyrr. Í ár eru verðlaunahafar 15 talsins.
Berglind Rós Magnúsdóttir, ráðgjafi Menntamálaráðherra flutti hátíðarræðu og afhenti viðurkenningar til þriggja afkastamestu grunnskóla landsins í innsendum hugmyndum. Bronsviðurkenningu hlaut Brúarásskóli í Fljótdalshéraði. Silfurviðurkenningu hlaut Þjórsárskóli í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Gullviðurkenningu hlaut Hofsstaðaskóli í Garðabæ. Farandbikarinn fór til Hofsstaðaskóla í ár.
Lokahóf NKG var haldið í kjölfar vinnusmiðju sem fór fram dagana 5. og 6. september. Þar mættu til leiks 44 hugmyndasmiðir sem höfðu komist í úrslit eftir langt og strangt matsferli þar sem 2700 innsendar hugmyndir barna allstaðar af landinu voru metnar niður í 44 hugmyndir. Keppnin stendur grunnskólum til boða sem eitt af tækjum til nýsköpunarkennslu og er nú verið að uppskera árangur síðasta skólaárs.
Vinningshafa í einstökum flokkum:
Almennur flokkur
Landbúnaður
Orka og umhverfi
Sjávarútvegur
Hugbúnaður
Slysavarnir
Um NGK
Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda, NKG, er keppni í nýsköpun fyrir alla aldurshópa grunnskólans um allt land. Markmið NKG er að gera einstaklingnum grein fyrir sköpunargáfu sinni og þroska hana í gegnum vinnu með eigin hugmyndir. Efla og þroska frumkvæði nemandans og styrkja þannig sjálfsmynd hans. Efla nýsköpunarstarf í grunnskólum og vekja athygli á hugviti barna í skólum og atvinnulífi. Keppnin var haldin í fyrsta skipti árið 1991 og er nú haldin í 18 sinn.
Vinnusmiðja
Í ár voru innsendar hugmyndir rúmlega 2700 talsins frá 60 grunnskólum víða um land. Þátttaka frá landsbyggðinni var áberandi í ár og þökkum við aukinn áhuga grunnskóla af landsbyggðinni þeirri staðreynd að nú hefur í tvö ár verið greiddur ferðastyrkur í boði Iðnaðarráðuneytisins. Styrkur sem jafnar aðgengi barna af landsbyggðinni að viðburðum keppninnar.
Í vinnusmiðjuna mættu 44 hugmyndasmiðir á aldrinum 8-15 ára. Þessir einstaklingar komust í gegnum matsferli þar sem hugmyndir þeirra voru metnar með tilliti til raunsæi, hagnýti og nýnæmi. Það telst mikill heiður að komast í vinnusmiðjuna. Markmið vinnusmiðjunnar er að hver hugmyndasmiður hafi tækifæri til að útfæra hugmynd sína nánar undir leiðsögn leiðbeinenda, þar sem unnið er að því að útbúa líkön, frumgerðir, plaköt og annað sem börnin telja að lýsi hugmynd/uppfinningu sinni best. Í lok vinnusmiðjunnar fengu börnin þjálfun í að segja frá hugmyndum sínum, þjálfarar frá JCI buðu fram aðstoð sína í þeim efnum.