Rammstein fer alla leið

Strippalingar Hvað getur maður sagt um þessa meistara?
Strippalingar Hvað getur maður sagt um þessa meistara?

Íslandsvinirnir í Rammstein gefa út nýja plötu í október, Liebe Ist Für Alle Da. Þegar kemur að því að hneyksla, hræra í viðteknum viðmiðum og varpa upp spurningum um hvað má og hvað ekki má eru Rammstein-liðar nokkurs konar völundar. Og mögulega hafa þeir toppað sjálfa sig í þetta skipti. Fyrsta smáskífa plötunnar, sem ber hið fróma og settlega nafn „Pussy“, kom út rétt fyrir helgi og meðfylgjandi myndband hefur vakið mikla athygli, líkt og reyndar flest þau sem sveitin hefur látið frá sér.

Í mjög svo glúrinni markaðssetningu var það frumsýnt á klámvef, og þurfti væntanlegur áhorfandi að staðfesta aldur sinn líkt og tíðkast með síður af þeim toga. Myndbandið hefst svo með leikrænum tilþrifum í kringum ástaleiki meðlimanna með hinum ólíkustu konum, allt á ljósbláu nótunum, en rétt undir lokin breytist sú áferð skyndilega – og myndbandið verður dökkblátt. Vel dökkblátt meira að segja.

Það þarf ekki að koma á óvart að frétt þessa efnis er ein sú vinsælasta á fréttagáttinni eyjan.is. Mannskepnan er söm við sig, hvatvíst dýr inn við beinið en vangaveltur um þann þátt eru nokkuð sem Rammstein-menn hafa m.a. hent á loft margsinnis á sínum á ég að segja „glæsta“ ferli?

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir