Ég átti hamingjusamt líf og skuldaði aldrei

Klara Vemundsdóttir
Klara Vemundsdóttir mbl.is/Kristinn

Fjöldi fólks samfagnaði Reykjavíkurmeynni Klöru Vemundsdóttur sem hélt upp á hundrað ára afmæli sitt í gær. „Ég átti hamingjusamt líf. Við skulduðum aldrei neinum neitt. Hvernig nú er komið hins vegar fyrir þjóðinni er hræðilegt. Fólk kaupir og kaupir og á ekki fyrir hlutunum. Og bankarnir djöflast í fólki og ausa peningum,“ sagði Klara í samtali við Morgunblaðið í gær.

Klara er innfæddur Reykvíkingur, fædd 21. september 1909, og ólst upp í við Grettisgötu og í Þingholtsstræti. „Ég man vel eftir spænsku veikinni þar sem mitt var að færa fólki vatn þegar allir voru lagstir í rúmið. Faðir minn var á sjó þegar þetta var og eftir að hann kom í land lagðist hann fárveikur. Þegar allir voru lagstir veikir var mér komið í fóstur vestur í bæ og þá veiktist ég sjálf,“ segir Klara sem missti móður sína í þessari skæðu sótt.

Eiginmaður Klöru, Ársæll Kjartansson, lést 1991. Þau eignuðust sjö börn en aðeins eitt úr þeirra hópi, Hafsteinn, er lifandi. Afkomendurnir eru alls 48.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar