Ég átti hamingjusamt líf og skuldaði aldrei

Klara Vemundsdóttir
Klara Vemundsdóttir mbl.is/Kristinn

Fjöldi fólks sam­fagnaði Reykja­vík­ur­meynni Klöru Vem­unds­dótt­ur sem hélt upp á hundrað ára af­mæli sitt í gær. „Ég átti ham­ingju­samt líf. Við skulduðum aldrei nein­um neitt. Hvernig nú er komið hins veg­ar fyr­ir þjóðinni er hræðilegt. Fólk kaup­ir og kaup­ir og á ekki fyr­ir hlut­un­um. Og bank­arn­ir djöfl­ast í fólki og ausa pen­ing­um,“ sagði Klara í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær.

Klara er inn­fædd­ur Reyk­vík­ing­ur, fædd 21. sept­em­ber 1909, og ólst upp í við Grett­is­götu og í Þing­holts­stræti. „Ég man vel eft­ir spænsku veik­inni þar sem mitt var að færa fólki vatn þegar all­ir voru lagst­ir í rúmið. Faðir minn var á sjó þegar þetta var og eft­ir að hann kom í land lagðist hann fár­veik­ur. Þegar all­ir voru lagst­ir veik­ir var mér komið í fóst­ur vest­ur í bæ og þá veikt­ist ég sjálf,“ seg­ir Klara sem missti móður sína í þess­ari skæðu sótt.

Eig­inmaður Klöru, Ársæll Kjart­ans­son, lést 1991. Þau eignuðust sjö börn en aðeins eitt úr þeirra hópi, Haf­steinn, er lif­andi. Af­kom­end­urn­ir eru alls 48.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Láttu fjárhagsáhyggjurnar ekki ná yfirhöndinni því þá missirðu raunveruleikaskynið. Ef þú vildir bara hagnýta hluti myndi þér mjög svo leiðast.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Láttu fjárhagsáhyggjurnar ekki ná yfirhöndinni því þá missirðu raunveruleikaskynið. Ef þú vildir bara hagnýta hluti myndi þér mjög svo leiðast.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason