Karpov og Kasparov tefla einvígi

Karpov og Kasparov.
Karpov og Kasparov.

Skákmennirnir og fjandvinirnir Garrí Kasparov og Anatólí Karpov munu tefla 12 atskáka einvígi í spænsku borginni Vanencia í vikunni í tilefni af því að aldarfjórðungur er liðinn frá sögulegu einvígi sem þeir háðu um heimsmeistaratitilinn í skák.

Einvígið, sem haldið var í Moskvu árið 1984, stóð í fimm mánuði og á endanum var taflmennskunni hætt án þess að sigurvegari væri krýndur. Kasparov vann Karpov og hreppti heimsmeistaratitilinn ári síðar í öðru einvígi og varði síðan titilinn árið eftir. 

Í einvíginu í  Moskvu töldust jafntefli ekki með heldur þurfti sex vinninga til að sigra. Karpov, sem var 33 ára vann fjórar af fyrstu 9 skákunum en  Kasparov, sem var 21 árs,  ekki upp og næstu 17 skákum lauk með jafntefli. Kasparov tapaði 27 skákinni og því þurfti Karpov aðeins að vinna eina skák til viðbótar. En Kasparov vann 32. skákina og síðan tvær skákir í röð, þær 47. og 48. skák.  En þá var einvígið stöðvað og þær ástæður gefnar, að skákmennirnir væru orðnir úrvinda, bæði likamlega og andlega.

Kasparov segir í viðtali við spænska blaðið El País, að þeir Kasparov séu enn báðir sterkir skákmenn þótt þeir tefli lítið opinberlega, Kasparov lýsti því raunar yfir árið 2005 að hann væri hættur keppni til að snúa sér að stjórnmálaþátttöku í Rússlandi. Hann hefur verið í æfingabúðum ásamt norska skákmanninum Magnus Carlsen undanfara mánuði.

Í einvíginu, sem hefst á morgun verða tefldar fjórar atskákir og átta hraðskákir.  Hægt er að fylgjast með skákunum á vef héraðsstjórnar Valencia.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú skalt ekki vera vonsvikinn þótt eitthvað renni þér úr greipum. Þótt í mörg horn sé að líta skaltu ekki gleyma að sinna þeim sem standa þér næstir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Guðrún frá Lundi
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú skalt ekki vera vonsvikinn þótt eitthvað renni þér úr greipum. Þótt í mörg horn sé að líta skaltu ekki gleyma að sinna þeim sem standa þér næstir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Guðrún frá Lundi