Nýtt nýra – nýtt líf!

Jóhanna Helga Sigtryggsdóttir
Jóhanna Helga Sigtryggsdóttir mbl.is/Kristinn

„Það sem var erfiðast við aðgerðina var að þurfa að drekka þrjá lítra af vondu dönsku vatni á dag. Núna svelgi ég í mig vatn því hér er það svo gott,“ segir Jóhanna Helga Sigtryggsdóttir glöð í bragði en hún kom heim frá Kaupmannahöfn á laugardag eftir vel heppnaða nýrnaígræðslu.

Þrátt fyrir að hafa beðið eftir nýju nýra í tvö ár segir hún biðina ekki hafa reynt mjög mikið á sig. „Ég lifði bara mínu lífi en nýja nýrað þýðir vissulega nýtt og orkumeira líf. Ég finn hvernig ég hressist dag frá degi. Mér skilst að fáir yfirgefi sjúkrahúsið svona fljótt eftir aðgerð. Kannski var mér sleppt svona snemma því ég var svo óþolinmóð og alltaf að spyrja hvenær ég fengi að fara heim. Það voru allir fjörgamlir á deildinni með mér og stauluðust um með göngugrind. Ég var farin að ganga um á öðrum degi og lögst í tiltektir á þeim þriðja!“

Samfélagið hélt utan um hana í veikindunum

Jóhanna er fædd og uppalin í sveit, einkabarn foreldra sinna sem reka bú í Víðidal í Húnavatnssýslu. Undanfarin ár hefur Jóhanna verið búsett á Hvammstanga og unnið þar á leikskólanum. „Ég er lítið borgarbarn, ég vil búa í litlu samfélagi. Enda reyndist þetta samfélag mér einstaklega vel í veikindum mínum. Vinahópurinn stækkaði við veikindin og umræða um líffæragjafir var meiri en á flestum öðrum stöðum landsins! Ég hlakka til að hitta vini og fjölskyldu og hestana mína. Ég hlakka til að mjólka, ég hlakka til að fara í fjárhúsið, ég hlakka til að fara í útilegu. Nú er ég með nýtt nýra og laus við græjur og vesen sem fylgja nýrnabilun. Þó að ég þurfi að taka lyf þá er það smámál við hliðina á allri lyfjahrúgunni sem ég hef innbyrt undanfarin ár.“ svanbjorg@mbl.is | 7
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir