Prinsessan og forsetinn - sönn eða login ástarsaga?

Valéry Giscard d’Estaing árið 1978.
Valéry Giscard d’Estaing árið 1978.

Valéry Giscard d'Estaing hefur á áttugasta og fjórða aldursári komið sér í sviðsljósið eftir langt hlé með því að skrifa eldheita ástarsögu um samband fransks forseta við breska prinsessu.

„Prinsessan og forsetinn“ segir frá leynilegum og ástríðufullum ástum tveggja persóna sem greinilega eru byggðar á bæði Giscard sjálfum og Díönu heitinni, prinsessu af Wales, að því greint er frá í mánudagsútgáfu franska dagblaðsins, Le Figaro.

Í sögunni kallast forsetinn Jaques-Henri Lambertye og prinsessan  Patricia prinsessa af Cardiff. Þau hittast í kvöldverðarboði í tengslum við lok G7 fundar helstu ráðamanna hins vestræna heims þar sem breska prinsessan er ein og yfirgefinn og í sárum út af framhjáhaldi eiginmannsins.

„Ég kyssti hönd hennar og hún horfði á mig spyrjandi augum, gráir augnsteinarnir stækkuðu um leið og hneigði höfuðið þýðlega fram á við,“ rifjar forsetinn upp í fyrstu persónu, samkvæmt stuttu kaflabroti sem birtist í Le Figaro.

Blaðið segir að bók Giscards hefji sig upp fyrir velskrifaðar ástarsögur vegna þess hversu nákvæmlega hann getur lýst báðum persónum og þeim stöðum þar sem leiðir þeirra liggja saman.

Hann nýtur þess einnig að eiga sæti í virðulegri franskri akademíunni, og sækir sitthvað til sígildra bókmennta, svo sem í frásögn Alexander Dumas af ástum milli frönsku prinsessunnar Önnu af Austurríki og Hertogans af Buckingham.

Mjög sennilegt þykir að þetta síðasta framlag til útgáfuflórunnar í kringum Díönu muni valda einhverjum titringi, einkum þar sem leikið er sér með möguleikann að sagan geti að einhverju leyti verið sönn.

Samkvæmt því sem segir í Le Figaro hefst bókin á orðum „Loforð haldið“ og endar á „Þú baðst um leyfi til að skrifa sögu okkar,“sagði hún mér, „ og þú færð það, en verður að heita mér...“

Slúðurforseti

Bókin er markaðssett sem skáldsaga en lítill vafi leikur á að persónur hennar eru sóttar í raunverulegt fólk í nútímanum.

Patricia prinsessa deilir ástríðu Díönu fyrir líknarstarfi fyrir börn með alnæmi og baráttu hennar fyrir börn sem örkumlast eftir jarðsprengjur.

„Tveimur vikum fyrir brúðkaup mitt sagði verðandi eiginmaður mér  frá því að hann ætti hjákonu og væri ákveðinn í því að halda því áfram,“ tjáir Patricia hinum franska ástmanni sínum, samkvæmt kaflabrotinu sem lekið var í blaðið.

Lambertye forseti smellpassar á sama hátt við Giscard, nema í einu lykilatriði, sem gæti bent til að hann vildi endurupplifa söguna í svolítið öðru ljósi.

Í sögunni er Lambertye kosinn annað kjörtímabilið í röð með 56% atkvæða meðan Giscard missti embættið 1981 eftir að vera sakaður um spillingu fyrir að þiggja demanta frá Bokassa keisara í Mið-Afríku.

Giscard tapaði í kosningunum í maí 1981 sem kostaði hann tækifærið til  vera fulltrúi Frakklands tveimur mánuðum síðar þegar Díana Spencer giftist Karli prinsi og þar af leiðandi voru þau aldrei saman „Prinsessan og Forsetinn“.

Ýmsir láta líka að því liggja að Giscard hafi opnað fyrir það að vera hafður að háði og spotti því að hann var 55 ára 1981, en Díana aðeins 19. Hann sé því að óhreinka orðspor sitt.

„Hvernig vill hann að þeir sem á eftir koma minnist hann?“ vildi tímaritið Marianne fá að vita á vefsíður sinni. „Sem mannsins sem lögleiddi fóstureyðingar. Sem veitti 18 ára kosningarétt. Sem tók konur inn í ríkisstjórnina?“

Með því að fjalla um Díönu á þennan hátt sé Giscard að endurskilgreina sig sem forsetann sem séð-og-heyrt-væddi forsetaembættið. „Lítilssigldur slúðurforseti sem þarfnast sálgreinanda til að skilja söguna,“ hvæsir færsluhöfundur vefsíðunnar.

Díana fórst í bílslysi ásamt vini sínum Dodi Fayed í ágúst 1997. Ómæld fjölmiðlaumfjöllun var um líf hennar og ástir bæði fyrir og eftir dauða hennar og bækur um hana halda áfram að seljast í þúsundum eintaka.

„Prinsessan og forsetinn“ á að koma út í París á frönsku 1. október nk. hjá útgefandanum Fallois-Xo.

Díana prinsessa.
Díana prinsessa.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar