Hringdi í borgarstjórann

Anna Sigurrós á skólalóðinni
Anna Sigurrós á skólalóðinni mbl.is/Golli

Fyrir tveimur árum, eða í nóvember 2007, var Önnu Sigurrós Steinarsdóttur, nemanda í Langholtsskóla, farið að leiðast biðin eftir nýrri skólalóð svo mikið að hún hringdi í Dag B. Eggertsson, þáverandi borgarstjóra.

„Hann tók þessu nú bara vel. Mig minnir að framkvæmdir hafi hafist fljótlega,“ segir Anna sem í gær fagnaði því með skólasystkinum sínum að komin væri ný skólalóð með fjölda leiktækja auk sparkvallar og körfuboltavallar.

Anna, sem nú er í 9. bekk, kveðst helst fara í fótbolta á nýju skólalóðinni. „En ég á tvö yngri systkini sem geta leikið sér í rennibrautum og öðrum tækjum. Ég á systur í 4. bekk og bróður sem byrjar í skólanum á næsta ári.“

Áður en Anna hringdi í borgarstjórann höfðu foreldraráð og foreldrafélag skólans safnað undirskriftum um haustið til þess að knýja á um lagfæringar á skólalóðinni sem lengi hafði verið óviðunandi sem leiksvæði barna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen