Kvikmyndin Laxdæla Lárusar hefur fengið nýtt nafn, Kurteist Fólk, að því er fram kemur í tilkynningu. Áætlað er að sýna myndina á næsta ári.
Kurteist Fólk segir frá verkfræðingi í Reykjavík sem er nýfráskilinn. Hann lýgur sig inn í aðstæður til að geta bjargað sveitarfélagi á Vesturlandi frá glötun í örvæntingafullri tilraun til að finna sjálfan sig.