Ætla að óska eftir lausn Polanskis

00:00
00:00

Ut­an­rík­is­ráðherr­ar Frakk­lands og Pól­lands ætla að fara fram á það við banda­rísk stjórn­völd, að kvik­mynda­leik­stjór­inn Rom­an Pol­anski verði sak­ar­upp­gjöf Pol­anski var hand­tek­inn í Sviss í gær að beiðni sak­sókn­ara í Los Ang­eles vegna ákæru, sem hann sætti þar fyr­ir rúm­um 30 árum fyr­ir nauðgun. 

Þeir Radoslaw Si­korski, ut­an­rík­is­ráðherra Pól­lands, og Bern­ard Kouchner, ut­an­rík­is­ráðherra Frakk­lands, ræddu um hand­töku Pol­anskis í síma í dag. Pol­anski er pólsk­ur að upp­runa en hef­ur búið í Frakklandi frá því að hann flýðu frá Banda­ríkj­un­um vegna ákær­unn­ar árið 1978. 

Pólska frétta­stof­an PAP hafði eft­ir Si­korski, að þeir Kouchner ætli að biðja Hilary Cl­int­on, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, að leysa Pol­anski úr haldi og íhuga þann mögu­leika að fá Barack Obama, Banda­ríkja­for­seta til að náða leik­stjór­ann.  

Frederic Mitterrand, menn­ing­ar­málaráðherra Frakk­lands, for­dæmdi hand­töku Pol­anskis í dag og sagðist hafa rætt málið við Nicolas Sar­kozy, Frakk­lands­for­seta.  Mitterand sagði á blaðamanna­fundi, að hand­tak­an væri fá­rán­leg enda væri um að ræða gam­alt mál.

Lech Kaczynski, for­seti Pól­lands, sagði við frétta­menn að hand­tak­an hefði komið sér á óvart. Hann sagðist vilja ræða við banda­ríska emb­ætt­is­menn um málið en það væri afar erfitt að fást við þá.

Pólsk­ir kvik­mynda­leik­stjór­ar sendu bréf til pólskra stjórn­valda í dag og hvöttu þau til að beita sér í máli Pol­anskis.  Sam­band sviss­neskra leik­stjóra og hand­rits­höf­unda sögðu í yf­ir­lýs­ingu, að hand­tak­an væri smán­ar­blett­ur á Sviss.

Fram kom í dag, að sak­sókn­ar­ar í Los Ang­eles fóru fram á það við sviss­nesk stjórn­völd að Pol­anski yrði hand­tek­inn þegar hann kæmi til Zürich þar sem hann ætlaði að taka við verðlaun­um fyr­ir ævi­starf sitt á kvik­mynda­hátíð um helg­ina.  Banda­rísk hand­töku­skip­un hef­ur verið í gildi á hend­ur Pol­anski frá því hann flúði frá Banda­ríkj­un­um eft­ir að hafa viður­kennt að hafa átt í kyn­ferðis­legu sam­bandi við 13 ára gamla stúlku.

Haft var eft­ir tals­manni dóms­málaráðuneyt­is Sviss nú und­ir kvöld, að form­leg framsals­beiðni hefði ekki borist frá banda­rísk­um stjórn­völd­um.   

Á meðan Pol­anski bjó í Banda­ríkj­un­um gerði hann kvik­mynd­ir á borð við Rosemary's Baby og Chinatown. Í Frakklandi gerði hann mynd­ir á borð við Francic og The Pi­an­ist, sem hann fékk Óskar­sverðlaun fyr­ir árið 2002.

Hann hef­ur að und­an­förnu unnið að mynd eft­ir skáld­sög­unni The Ghost eft­ir breska rit­höf­und­inn Robert Harris, sem sagði við Sky sjón­varps­stöðina að hann væri afar undr­andi á þess­um frétt­um.

„Hand­töku­skip­un­in er 31 árs göm­ul og Rom­an Pol­anski á hús í Sviss. Ég hef unnið þar með hon­um tvisvar til þris­var sinn­um síðasta árið. Hann hef­ur ferðast án hindr­ana um Evr­ópu og í Sviss, þar á meðal tekið upp kvik­mynd­ir í Þýskalandi. Hann var að koma úr fríi í Grikklandi. Ég er agndofa yfir að þetta skuli ger­ast nú og ég botna ekk­ert í ástæðunum sem liggja þar að baki."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Einhver mun koma þér svo á óvart að þú verður að játa þá staðreynd að aldrei skyldi dæma eftir útlitinu einu saman. Sóaðu ekki tímanum í tilgangslausar tiktúrur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Einhver mun koma þér svo á óvart að þú verður að játa þá staðreynd að aldrei skyldi dæma eftir útlitinu einu saman. Sóaðu ekki tímanum í tilgangslausar tiktúrur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell