Ætla að óska eftir lausn Polanskis

Utanríkisráðherrar Frakklands og Póllands ætla að fara fram á það við bandarísk stjórnvöld, að kvikmyndaleikstjórinn Roman Polanski verði sakaruppgjöf Polanski var handtekinn í Sviss í gær að beiðni saksóknara í Los Angeles vegna ákæru, sem hann sætti þar fyrir rúmum 30 árum fyrir nauðgun. 

Þeir Radoslaw Sikorski, utanríkisráðherra Póllands, og Bernard Kouchner, utanríkisráðherra Frakklands, ræddu um handtöku Polanskis í síma í dag. Polanski er pólskur að uppruna en hefur búið í Frakklandi frá því að hann flýðu frá Bandaríkjunum vegna ákærunnar árið 1978. 

Pólska fréttastofan PAP hafði eftir Sikorski, að þeir Kouchner ætli að biðja Hilary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að leysa Polanski úr haldi og íhuga þann möguleika að fá Barack Obama, Bandaríkjaforseta til að náða leikstjórann.  

Frederic Mitterrand, menningarmálaráðherra Frakklands, fordæmdi handtöku Polanskis í dag og sagðist hafa rætt málið við Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseta.  Mitterand sagði á blaðamannafundi, að handtakan væri fáránleg enda væri um að ræða gamalt mál.

Lech Kaczynski, forseti Póllands, sagði við fréttamenn að handtakan hefði komið sér á óvart. Hann sagðist vilja ræða við bandaríska embættismenn um málið en það væri afar erfitt að fást við þá.

Pólskir kvikmyndaleikstjórar sendu bréf til pólskra stjórnvalda í dag og hvöttu þau til að beita sér í máli Polanskis.  Samband svissneskra leikstjóra og handritshöfunda sögðu í yfirlýsingu, að handtakan væri smánarblettur á Sviss.

Fram kom í dag, að saksóknarar í Los Angeles fóru fram á það við svissnesk stjórnvöld að Polanski yrði handtekinn þegar hann kæmi til Zürich þar sem hann ætlaði að taka við verðlaunum fyrir ævistarf sitt á kvikmyndahátíð um helgina.  Bandarísk handtökuskipun hefur verið í gildi á hendur Polanski frá því hann flúði frá Bandaríkjunum eftir að hafa viðurkennt að hafa átt í kynferðislegu sambandi við 13 ára gamla stúlku.

Haft var eftir talsmanni dómsmálaráðuneytis Sviss nú undir kvöld, að formleg framsalsbeiðni hefði ekki borist frá bandarískum stjórnvöldum.   

Á meðan Polanski bjó í Bandaríkjunum gerði hann kvikmyndir á borð við Rosemary's Baby og Chinatown. Í Frakklandi gerði hann myndir á borð við Francic og The Pianist, sem hann fékk Óskarsverðlaun fyrir árið 2002.

Hann hefur að undanförnu unnið að mynd eftir skáldsögunni The Ghost eftir breska rithöfundinn Robert Harris, sem sagði við Sky sjónvarpsstöðina að hann væri afar undrandi á þessum fréttum.

„Handtökuskipunin er 31 árs gömul og Roman Polanski á hús í Sviss. Ég hef unnið þar með honum tvisvar til þrisvar sinnum síðasta árið. Hann hefur ferðast án hindrana um Evrópu og í Sviss, þar á meðal tekið upp kvikmyndir í Þýskalandi. Hann var að koma úr fríi í Grikklandi. Ég er agndofa yfir að þetta skuli gerast nú og ég botna ekkert í ástæðunum sem liggja þar að baki."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar