Fimm byggingafyrirtæki hafa höfðað mál gegn Pamelu Anderson vegna ógreidda reikninga. Halda þeir því fram að fyrrum Strandvarðastúlkan skuldi þeim eina milljón dala fyrir vinnu við hús hennar í Malibu í Kaliforníu.
ins vegar virðist leikkonan ekki eiga aur í buddunni og hefur því ekki getað greitt þeim fyrir vinnu við nýja húsið í sex mánuði. Eru iðnaðarmennirnir afar ósáttir við hana og telja að hún sé veruleikafirrt. Þeir séu bláfátækir iðnaðarmenn með fjölskyldur á framfæri og hún geri ekkert til þess að greiða þeim laun fyrir vinnu sína.
Anderson keypti húsið á 1,4 milljónir dala og hefur þegar eytt 1,6 milljónum dala í það þá er hvorki komið rafmagn né pípulagnir í húsið. Aftur á móti eru komnar gylltar flísar í sundlaugina, rándýrir sófar og hljóðkerfi fyrir 22 milljónir króna. Talið er að hún verði að leggja um eina milljón dala til viðbótar í húsið svo það verði íbúðarhæft. Þangað til mun hún búa ásamt sonum sínum, Brandon, 13, og Dylan, 11, í hjólhýsi í nágrenninu.