Svisslendingar skammast sín

Umfjöllun um Polanski í svissnesku sjónvarpi um helgina.
Umfjöllun um Polanski í svissnesku sjónvarpi um helgina. Reuters

Svissneskir fjölmiðlar segja í dag, að handtaka kvikmyndaleikstjórans Romans Polanskis á laugardag sé smánarblettur á ímynd svissnesku þjóðarinnar. Polanski var handtekinn á flugvellinum í Zürich þegar hann kom þangað frá Frakklandi til að taka við sérstökum heiðursverðlaunum á kvikmyndahátíð í borginni.

„Sviss lét gest ganga í viðbjóðslega gildru. Við ættum að skammast okkar," sagði blaðið Blick í leiðara. 

Saksóknarar í Los Angeles fóru fram á það við lögreglu í Sviss, að handtaka Polanski eftir að fréttir bárust af því að hann ætlaði að mæta á kvikmyndahátíðina.  Leikstjórinn, sem er 76 ára, var ákærður í Kalíforníu árið 1977 fyrir að nauðga 13 ára stúlku. Polanski játaði að hafa átt mök við stúlkuna en fór úr landi áður en dómur féll í máli hans.  

Nokkur svissnesk blöð veltu því fyrir sér hvort tengsl væru á milli handtökunnar og deilunnar, sem Sviss og Bandaríkin hafa átt í um bankaleynd og skattaskjól. Svissneski bankinn UBS neyddist nýlega til að afhenda bandarískum skattayfirvöldum nöfn 4450 Bandaríkjamanna sem eiga reikninga hjá bankanum.  

„Það er erfitt að tengja ekki saman UBS málið og óvænta handtöku Romans Polanskis. Var Sviss að reyna að þóknast Bandaríkjunum þótt landið ætti á hættu að sverta ímynd sína erlendis?" spurði blaðið Le Matin. 

Blick sagði, að þau rök Eveline Widmer-Schlumpf, dómsmálaráðherra, að Svisslendingar hefðu ekki átt annars úrkosti en að framfylgja bandarísku handtökuskipuninni, væru fáránleg. 

„Bandaríkjamenn telja nú að svissneska ríkisstjórnin sé „afar  samvinnuþýð" og slík einkunn er meiðandi. Afar samvinnuþýtt fólk er það fólk sem vill gera meira en það þarf til að bæta ímynd sína," segir blaðið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir