Flestir sáu Algjöran Sveppa

Algjör Sveppi og leitin að Villa
Algjör Sveppi og leitin að Villa mbl.is

Íslenska barna­mynd­in Al­gjör Sveppi og leit­in að Villa byrj­ar mjög vel sína fyrstu helgi í sýn­ingu. Mynd­in var lang­mest sótta mynd­in í ís­lensk­um bíó­hús­um um helg­ina og átti fjórðu stærstu opn­un­ina það sem af er ár­inu, á eft­ir Harry Potter, Karl­ar sem hata kon­ur og Hango­ver. Aug­ljóst að ungviðið hef­ur beðið spennt eft­ir að fá eitt­hvað ís­lenskt fyr­ir sig á hvíta tjaldið.

Enda sagði Sæ­björn Valdi­mars­son gagn­rýn­andi um mynd­ina í Morg­un­blaðinu síðasta sunnu­dag: „Það er mik­il kúnst að halda at­hygli barn­anna óskiptri í barna­tím­um (eins og raun ber vitni), hvað þá í langri bíó­mynd. Gald­ur­inn er sá að Sveppi og fé­lag­ar bera fulla virðingu fyr­ir áhorf­end­un­um sín­um og vita greini­lega hvað þeir vilja, það ger­ir gæfumun­inn.“

Skemmti­legt fólk

TheUgly Truth

Funny People var frum­sýnd fyr­ir helgi og nær að skila þriðju hæstu tekj­un­um í kass­ann í þetta skiptið. Mynd­in mun vera hin besta skemmt­un og fær fjór­ar stjörn­ur hjá gagn­rýn­anda Morg­un­blaðsins á ann­arri síðu hér í blaðinu í dag.

Næst á Bíólist­an­um koma þrjár mynd­ir sem hafa verið tvær til tíu vik­ur í sýn­ingu; District 9, Up og Karl­ar sem hata kon­ur.

Megaskvís­an Meg­an Fox leik­ur svo aðal­hlut­verkið í mynd­inni í sjö­unda sæti, Jenni­fer´s Body. Mynd­in var frum­sýnd fyr­ir helgi. Í henni seg­ir frá mennta­skóla­stúlku sem verður fyr­ir því óláni að djöf­ull­inn sjálf­ur tek­ur sér ból­festu í lík­ama henn­ar. Mynd­in er sögð frá­bær og gam­an­söm hroll­vekju­spennu­mynd frá hand­rits­höf­undi Juno, Dia­blo Cody.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Vinir og alls kyns félagsskapur skiptir þig miklu um þessar mundir. Hins vegar ættirðu að segja sem minnst fyrr en þú veist fyrir víst hvað þú vilt segja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Vinir og alls kyns félagsskapur skiptir þig miklu um þessar mundir. Hins vegar ættirðu að segja sem minnst fyrr en þú veist fyrir víst hvað þú vilt segja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son