Flestir sáu Algjöran Sveppa

Algjör Sveppi og leitin að Villa
Algjör Sveppi og leitin að Villa mbl.is

Íslenska barnamyndin Algjör Sveppi og leitin að Villa byrjar mjög vel sína fyrstu helgi í sýningu. Myndin var langmest sótta myndin í íslenskum bíóhúsum um helgina og átti fjórðu stærstu opnunina það sem af er árinu, á eftir Harry Potter, Karlar sem hata konur og Hangover. Augljóst að ungviðið hefur beðið spennt eftir að fá eitthvað íslenskt fyrir sig á hvíta tjaldið.

Enda sagði Sæbjörn Valdimarsson gagnrýnandi um myndina í Morgunblaðinu síðasta sunnudag: „Það er mikil kúnst að halda athygli barnanna óskiptri í barnatímum (eins og raun ber vitni), hvað þá í langri bíómynd. Galdurinn er sá að Sveppi og félagar bera fulla virðingu fyrir áhorfendunum sínum og vita greinilega hvað þeir vilja, það gerir gæfumuninn.“

Skemmtilegt fólk

TheUgly Truth

Funny People var frumsýnd fyrir helgi og nær að skila þriðju hæstu tekjunum í kassann í þetta skiptið. Myndin mun vera hin besta skemmtun og fær fjórar stjörnur hjá gagnrýnanda Morgunblaðsins á annarri síðu hér í blaðinu í dag.

Næst á Bíólistanum koma þrjár myndir sem hafa verið tvær til tíu vikur í sýningu; District 9, Up og Karlar sem hata konur.

Megaskvísan Megan Fox leikur svo aðalhlutverkið í myndinni í sjöunda sæti, Jennifer´s Body. Myndin var frumsýnd fyrir helgi. Í henni segir frá menntaskólastúlku sem verður fyrir því óláni að djöfullinn sjálfur tekur sér bólfestu í líkama hennar. Myndin er sögð frábær og gamansöm hrollvekjuspennumynd frá handritshöfundi Juno, Diablo Cody.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar